fbpx

HugarRó – Í átt að betri heilsu

HugarRó snýst um að róa taugakerfið, kyrra hugann og að taka nokkur skref í átt að beri heilsu.

Helstu upplýsingar

  • Dagsetningar: 19.október-11.nóvember
  • Vikudagar: Þriðjudaga og fimmtudaga
  • Tími: 10:30-11:30
  • Verð: 24.900 kr
  • Kennari: Ása Sóley Svavardóttir
  • Skráning: yoga@yogaogheilsa.is

Nánar um námskeiðið

Á þessu 4 vikna námskeiði ætlum við að kyrra hugann, róa taugakerfið, mýkja líkamann og auka andlega vellíðan. Markmið námskeiðsins er að hlúa að okkur sjálfum í mýkt, að auka vellíðan með því að hreyfa líkamann með mjúkum teygjum og hreyfingum, að kyrra hugann með öndunaræfingum, að endurnæra líkamann og taugakerfið með yoga nidra hugleiðslu og að taka skref í átt að betri heilsu.

Námskeiðið hentar einstaklega vel þeim sem glíma við streitu, kvíða, þreytu og kulnun og vilja styrkja fókus, andlega og líkamlega heilsu.

Innifalið:

Tveir lokaðir tímar á viku.
Aðgangur í fallegt Spa (sauna, heitur pottur, kaldur pottur, flotlaug).
Aðgangur í tækjasal fyrir og eftir tíma.
Aðgangur í alla opna tíma í stundaskrá.

Námskeiðsgjald greiðist með millifærslu:
Reikningur: 0133-26-002278, kennitala: 510221-0790

Skráning fer fram á netfanginu yoga@yogaogheilsa.is

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close