fbpx

HugarRó-Í átt að betri heilsu

Námskeið

Helstu upplýsingar:

  • Dagsetningar: 16.maí – 20.júní ( 6 vikur )
  • Vikudagar: Þriðjudagar 
  • Tími: 13:30 – 14:30
  • Verð:  19.900 kr
  • Kennari: Ása Sóley Svavardóttir

Nánar um :

Námskeiðið HugarRó snýst um að kyrra hugann, róa taugakerfið, mýkja líkamann og auka andlega vellíðan.

Innifalið í námskeiðinu eru 6 lokaðir tímar, aðgangur í alla opna tíma í stundaskrá.

Markmið námskeiðsins er að hlúa að okkur sjálfum í mýkt, að auka vellíðan með því að hreyfa líkamann með mjúkum teygjum og hreyfingum, að kyrra hugann með öndunaræfingum, að endurnæra líkamann og taugakerfið með yoga nidra hugleiðslu og djúpslökun og að taka skref í átt að betri heilsu.

HugarRó hentar einstaklega vel þeim sem eru að jafna sig eftir veikindi og þeim sem glíma við mikla streitu, kvíða, kulnun og vilja styrkja fókus, andlega og líkamlega heilsu.

Ása Sóley bjó til námskeiðið HugarRó eftir að hafa sjálf verið að glíma við kulnun, mikla streitu og kvíða í mörg ár og svo þurft að fara í heilsaskurðaðgerð árið 2020 eftir að greinast með góðkynja æxli í höfðinu. Í bataferlinu fann hún að hana vantaði akkurat svona námskeið sem er með mjúkri rólegri hreyfingu, hugleiðslu, djúpri öndun og yoga nidra. Núna tveimur árum síðan hefur HugarRó námskeiðið verið í boði hjá okkur næstum samfellt og mikið af fólki sótt námskeiðið, sum oftar en einu sinni, og fundið að þeim hefur liðið betur eftir á

HugarRó snýst um að róa taugakerfið, kyrra hugann og að taka nokkur skref í átt að beri heilsu.