Hlustað á líkamann Yin yoga og slökun
Námskeið
Helstu upplýsingar:
- Dagsetning: 23.janúar- 15.febrúar
- Vikudagar Mánudagar og miðvikudagar
- Tími: 13:15-14:15
- Verð: kr 27.900.
- Verð fyrir framhaldsnemendur: kr. 23.900
- Kennari: Ásta Þórarinsdóttir
Nánar um:
Námskeiðið er fyrir einstaklinga sem finna fyrir streitu og kvíða, eru með vefjagigt, spennu eða stirðleika í líkamanum eftir meiðsl, skurðaðgerðir eða sjúkdóma. Námskeiðið er einnig gott fyrir þá sem vilja almennt jákvæðari tengsl við líkama sinn.
Á námskeiðinu Hlustað á líkamann eru aðallega notaðar aðferðir Yinyoga ásamt hugleiðslu og öndun til að kyrra hugann, losa um spennu, auka hreyfanleika og ná djúpri slökun. Námskeiðið er sérstaklega hentugt fyrir þá sem finna fyrir streitu og spennu í huga og líkama. Yin yoga er afskaplega mild en áhrifarík leið til að vinna með líkamann, sérstaklega vöðva og liði. Unnið er með bandvef líkamans í jógastöðum sem nær allar eru á gólfi og eru pullur, kubbar og teppi notuð til að laga stöðuna að einstaklingnum þannig að hver og einn fái tækifæri til að hlusta á eigin líkama og kyrra hugann á sama tíma. Hugleiðsla og mismunandi öndun eru notað til að auka áhrifin og vinna með streitu og spennu í huga og líkama.
Um Ástu:
Ásta er jógakennari hjá Yoga&Heilsu og hefur kennt þar samfellt frá því að hún útskrifaðist úr jógakennaranámi sumarið 2019. Áður hafði hún stundað jóga í nokkur ár eftir að hún loksins fann jóga við sitt hæfi. Hún hefur af og til frá 15 ára aldri þjáðst af slæmum bakverkjum, fengið brjósklos og gigt en með reglulegri ástundun jóga náð að halda verkjum og einkennum í lágmarki. Yinyoga hefur heillað hana síðustu tvö ár og hún hefur sótt ótal kennaranámskeið m.a. hjá Bernie Clark höfundi The Complete Guide to YinYoga og öflugum talsmanni yinyoga m.a. í gegnum heimasíðuna yinyoga.com.
Ásta er jógakennari hjá Yoga&Heilsu og hefur kennt þar samfellt frá því að hún útskrifaðist úr jógakennaranámi sumarið 2019. Áður hafði hún stundað jóga í nokkur ár eftir að hún loksins fann jóga við sitt hæfi. Hún hefur af og til frá 15 ára aldri þjáðst af slæmum bakverkjum, fengið brjósklos og gigt en með reglulegri ástundun jóga náð að halda verkjum og einkennum í lágmarki. Yinyoga hefur heillað hana síðustu tvö ár og hún hefur sótt ótal kennaranámskeið m.a. hjá Bernie Clark höfundi The Complete Guide to YinYoga og öflugum talsmanni yinyoga m.a. í gegnum heimasíðuna yinyoga.com.
Innifalið:
Tveir fastir tímar á viku.
Aðgangur í alla opna tíma í stundaskr
Tveir fastir tímar á viku.
Aðgangur í alla opna tíma í stundaskr
