fbpx

Herða- og höfuðstaða

Námskeið

Helstu upplýsingar:

  • Dagur: Laugardagur 2. apríl og sunnudagur 3. apríl. 
  • Tími: 2 apríl frá kl. 12:15 – 15:15 og 3. apríl kl 13:15-16:15
  • Verð: Báðir dagar kr. 12000, annar dagurinn kr. 6500.
  • Kennari: Bríet Birgisdóttir

Nánar um :

Hér er á ferðinni vinnustofa í jóga þar sem verður sérstaklega unnið með herða- og höfuðstöðu. Vinnustofan hentar vel fyrir bæði byrjendur (í herða og höfuðstöðu) og lengra komna. Vinnustofan hentar þó ekki fyrir einstaklinga með vandamál á hnakkasvæði eða einstaklinga með háþrýsting. Við kennsluna er stuðst við Iyengarkennsluaðferðina sem felur í sér nákvæma lýsingu á því hvernig þú beitir þér í stöðunum auk notkunar á búnaði til að bæði gera stöðurnar aðgengilegri og stundum dýpri. Allur búnaður er á staðnum.

Kennari er Bríet Birgisdóttir, en hún er með mikla reynslu og menntun í jógafræðum og hefur nú undarnfarin ár kafað dýpra í Iyengarkennsluaðferðina.

Laugardagur: Herðastaða.
Við vinnum með herðastöðu og aðrar tengdar stöður. Skoðum hvaða hlutar líkamans við þurfum sérstaklega að vinna með og lærum að stilla upp fyrir herðastöðu (samkvæmt Iyengarhefðinni). Við skoðum líka ýmsar útgáfur af herðastöðu og aðferðir við að komast í stöðuna. Þú færð aðstoð og „hands on“ leiðréttingar í stöðunum sem getur verið mjög gott þar sem margir átta sig ekki á hvernig á að laga stöðuna þegar maður er í henni.
Getur verið talsvert krefjandi þar sem við höldum stöðum í dágóðan tíma. Námskeiðið er einnig áhugavert fyrir kennara sem ekki eru vanir að kenna sérstaklega herðastöðu en farið er yfir mikilvægi þess að gæta vel að hálsliðum og uppsetningu fyrir ólíka líkama.

Sunnudagur: Höfuðstaða
Við vinnum með höfuðstöðu og skoðum hvar við þurfum styrk og liðleika til að komast í stöðuna. Við lærum mismunandi nálganir við höfuðstöðu og hvernig er best/öruggast að komast upp í stöðuna. Notum allskonar Iyengarbúnað eins og stóla, kubba, pullur og belti til að fá hjálp og endurgjöf í stöðunum. Við skoðum einnig aðrar stöður sem undirbúning fyrir herðastöðu eins og handstöðu og framhandleggsstöðu.
Við lærum nokkrar óhefðbundnar höfuðstöður og gerum aðrar styrkjandi stöður sem undirbúa okkur fyrir höfuðstöðu, að lokum gerum við stöður sem losa um stífleika í hálsi og hnakka.
Hér færð þú líka möguleika á að fínstilla höfuðstöðuna þína með „hands on“ aðstoð.

Getur verið krefjandi og krefst styrks í kjarnavöðvum og öxlum.

Hjartanlega velkomin.

Áskrifendur Yoga&Heilsu fá 50% afslátt.

Hér er á ferðinni vinnustofa í jóga þar sem verður sérstaklega unnið með herða- og höfuðstöðu.