fbpx

Grunnur að góðri yoga iðkun- Helgarnámskeið á Siglufirði

Vinnustofa

Helstu upplýsingar:

  • Dagsetning: 25-27.nóvember
  • Staðsetning: Tadasana á Siglufirði
  • Verð: kr 19.900 
  • Kennari: Ása Sóley & Erla Jóhanns

Nánarri upplýsingar:

Helgina 25-27.nóv ætlar Ása Sóley og Erla Jóhannsdóttir, eigandi Tadasana að bjóða uppá yoga námskeið á Siglufirði þar sem leitast er við að dýpka skilning og skerpa á grunn stöðum.
 
Upplifir þú einhvern tíma að þér finnst þú ekki ná nægilega góðum tökum á einni eða fleiri stöðum? Eða kannski finnst þér þú ekki ná þeirri slökun sem þú hafðir ímyndað þér? Hefur þú velt fyrir þér hver er munurinn á Yin, Vinyasa, Nidra og svo framvegis? Hvað þýðir Namaste og af hverju segjum við það? Hvað er núvitund og af hverju er hún svona eftirsóknarverð?
 
Á námskeiðinu gefst iðkendum tækifæri til þess að fræðast um sögu og tilurð yoga, og heimspekina sem liggur að baki, í stórum dráttum. Þar að auki munum við iðka saman og gefa okkur góðan tíma í að taka fyrir algengar yoga stöður, hvernig má gera þær betur og laga þær að hverjum og einum eftir líkamlegri getu. Að lokum komum við inn á huglæga þáttinn og kúnstina við að róa hugann.
Við komum til með að eyða einhverjum tíma utandyra ef veður leyfir, enda stutt að sækja í náttúruna á Siglufirði.
 
Fyrir hvern er námskeiðið?
Fyrir alla!
Byrjendur og lengra komna. Þá sem hafa lítið sem ekkert stundað yoga en langar að kynnast því betur.
Fyrir lengra komna, sem iðka reglulega en þyrstir í meira.
Kennarar:
Ása Sóley Svavarsdóttir, yoga kennari og meðeigandi Yoga & Heilsu
Erla Jóhannsdóttir, yoga kennari og eigandi Tadasana
Verð: 19.900
Skráning & uppl:
info@tadasana.is
S: 8944052