fbpx

Vinnustofa í yoga

Vinnustofa

Helstu upplýsingar:

  • Dagsetning: 26. nóvember
  • Vikudagar:  Laugardagur
  • Tími: 12:00 – 15:00
  • Verð: kr 4000 – frítt fyrir áskrifendur
  • Kennari: Briet Birgisdóttir

Nánar um :

Velkomin á vinnustofu í anda Iyengar.

Við ætlum að fara yfir grunninn í yoga og yogastöðum samkvæmt hugmyndafræði Iyengar, en Iyengar kenndi yoga með mikilli nákvæmni og ítarlegum leiðbeiningum til þess að þú getir öðlast sem dýpsta þekkingu á þínum líkama og huga. 

Við munum vinna með helstu grunnstöður í yoga ásamt því að nota dágóðan tíma í að vinna með höfuðstöðu ásamt öðrum viðsnúnum yogastöðum. Við lærum á allskonar yogabúnað og hvernig hægt er að nota slíkan búnað til þess að gera stöður öruggari og áhrifaríkari fyrir hvern og einn.  Við munum líka gefa okkur tíma til að spjalla og hafa það skemmtilegt.

Þessi vinnustofa er hentug fyrir alla sem langar að læra meira um Iyengaryoga og á ekki síður erindi til þeirra sem eru vanir yogar.

Verð er einungis kr 4000 og frítt fyrir áskrifendur Yoga&Heilsu.

Hjartanlega velkomin.