fbpx

Í átt að betri heilsu

„mér fannst þetta frábært námskeið, takk fyrir samveruna. Þú sem leiðbeinandi og skipulagið til fyrirmyndar 🙂 Mér finnst þetta frábært framtak hjá þér og hefði svooooo viljað geta komist á svona námskeið þegar ég var að byrja að koma mér á lappir s.l. vor.

Helstu upplýsingar

  • Dagsetning: 16.febrúar til 4. mars 2021 (3 vikur)
  • Vikudagar: Þriðjudagar og fimmtudagar
  • Tími: 10:30 – 11:30.
  • Verð: 14.000 kr, innifalið 6 tímar í gegnum zoom, aðgangur að upptökum af tímunum, aðgangur að leiddum Yoga Nidra tímum á netinu.
  • Kennari: Ása Sóley Svavarsdóttir
  • Skráning og nánari upplýsingar: yogaogheilsa@gmail.com

Nánar um námskeiðið

Í átt að betri heilsu er námskeið sem er hugsað fyrir þau sem:

  • Þurfa á hreyfingu að halda en hafa ekki orku eða styrk í að gera mikið.
  • Eru að mestu leyti föst heima og eru að glíma við veikindi eða að jafna sig eftir veikindi eða skurðaðgerð.
  • Vantar meiri fókus og hvata til að koma sér uppúr sófanum og af stað, til að hreyfa sig, teygja úr sér, til að taka skref áfram
  • Finna að þetta námskeið sé eitthvað sem gæti gert þeim gott.

Námskeiðið saman stendur af mjúkum og rólegum teygjum og hreyfingum sem er hægt að gera á gólfi eða í rúminu, öndunaræfingum, hugleiðslu og yoga nidra slökun. Markmið námskeiðsins er að hlúa að okkur sjálfum í mýkt, að auka vellíðan með því að hreyfa líkamann með mjúkum teygjum og hreyfingum, að kyrra hugann með öndunaræfingum og hugleiðslu, að setja okkur ásetning fyrir nýja árið og að taka skref í átt að betri heilsu.

Við hittumst á zoom í 6 skipti og þið hafið svo aðgang að upptökum af þeim tímum og getið gert æfingarnar heima eins oft og þið viljið.

Kennari námskeiðsins er Ása Sóley Svavarsdóttir.

“Í nóvember 2020 fór ég í heilaskurðaðgerð til að láta fjarlægja æxli úr höfðinu. Eftir að hafa legið í 6 daga inni á spítala fékk ég að fara heim og að byrja bataferlið mitt eftir þessa stóru aðgerð. Í fyrstu var ég mjög orkulaus og átti erfitt með að fara út að ganga með hundinn minn, að fara í búð og vera í kringum mikið af fólki kláraði alveg orkuna mína. Ég fór svo að finna að ég gat farið í lengri göngutúra og gengið aðeins hraðar, það fór að verða aðeins auðveldara að vera á stöðum þar sem var mikið af fólki og orkan mín var að koma aftur. Var komin með alveg nóg af því að liggja í sófanum og ég fann hvernig líkaminn minn varð stirðari og stífari og hvernig andlega heilsan varð alltaf aðeins þyngri. Ég þráði að hreyfa mig eins og ég er vön að gera en ég vissi að ég myndi ekki geta gert það strax. Þó að mig langaði til að hreyfa mig þá vantaði mig hvata til að rúlla út yogadýnunni minni og gera æfingar og hugleiðslu sjálf. Mig vantaði einhvern fastan tíma til að mæta í og einhvern til að leiða mig áfram. Mig vantaði svona lokað námskeið sem myndi hjálpa mér að komast af stað til að skapa betri rútínu fyrir sjálfa mig. Ég ákvað því að setja upp þetta námskeið til að hjálpa öðrum sem eru eða hafa verið að ganga í gegnum svipað og ég hef verið að gera. Námskeið sem getur hjálpað manni að koma sér af stað í mýkt þar sem maður gerir bara nákvæmlega eins mikið og maður getur gert þann daginn, þar sem aldrei nein pressa um að gera neitt meira en það.”

(áskrifendur hjá Yoga&Heilsu fá frítt á þetta námskeið)

Námskeiðsgjald greiðist með millifærslu:
Reikningur: 0133-26-200372, kennitala: 580619-1420.

Skráning fer fram á netfanginu yogaogheilsa@gmail.com

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close