fbpx

Yoga fyrir betra bak

Markmiðið með námskeiðinu er að auka meðvitund um góða líkamsstöðu sem styður við hrygginn og að auka liðleika og styrk í kringum bakið og kviðinn.

Helstu upplýsingar

  • Dagsetning: 17.maí-2.júní
  • Vikudagar: Mánudagar og miðvikudagar
  • Tími: 17:30-18:30
  • Verð: 21.900 kr
  • Kennari: Ása Sóley Svavarsdóttir
  • Skráning: yoga@yogaogheilsa.is

Nánar um námskeiðið

Yoga fyrir betra bak er námskeið með áherslu á að auka hreyfanleika hryggjarins, styrkja kviðinn og bakið og að vinna að betri líkamsstöðu.

Við förum rólega af stað með æfingum sem styrkja og liðka hrygginn og byggjum svo ofan á grunninn í hverri viku. Mikilvægt er að hver og einn geri eins og líkaminn leyfir í hverjum tíma og aldrei gerð krafa um að gera eitthvað meira en það. Markmiðið með námskeiðinu er að auka meðvitund um góða líkamsstöðu sem styður við hrygginn og að auka liðleika og styrk í kringum bakið og kviðinn. Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa stundað yoga í einhvern tíma en vilja læra betur að gera yogastöðurnar á þann hátt að það sé betra fyrir bakið og einnig þeim sem eru að byrja að stunda yoga eða hafa aldrei iðkað yoga en vilja fá bakið í betra stand

Innifalið:

6 lokaðir tímar
Aðgangur í alla opna tíma í stundaskrá á meðan námskeiðið er í gangi. Aðgangur að spainu og tækjasalnum.

Námskeiðsgjald greiðist með millifærslu á reikning:  0133-26-002278, kennitala: 510221-0790

*Áskrifendur hjá Yoga&Heilsu fá frítt á þetta námskeið ef pláss leyfir*

Skráning fer fram á netfanginu yoga@yogaogheilsa.is

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close