fbpx

Bandvefsyoga – fyrir flæði líkamans

Námskeið

Helstu upplýsingar:

  • Dagsetning: 8. maí – 14. júní
  • Vikudagar: Mánudagar kl 20:00 og miðvikudagar kl 12:00
  • Verð:  25.900 kr
  • Kennarar: Ásta Þórarinsdóttir & Laufey Þorsteinsdóttir

Nánar um:

6 vikna bandvefs yoga með Ástu og Laufeyju. 

Vinnum með stoðkerfið, sogæða- og taugakerfið okkar. 

Gerum saman yin yoga stöður og notum bolta – allt til þess að mýkja upp bandvefinn, auka blóðflæði, liðleika og bæta almenna líðan.

Notum öndun til þess að komast betur inn í stöður og nær rótum vandans sem liggur oft djúpt og góða slökun til að gefa líkama og huga tækifæri til að vinna í kyrrðinni.  Vinnum saman að betri líðan.

Námskeiðinu fylgir ókeypis aðgangur í alla opna tíma í stundaskrá. Í stundaskrá er góð blanda af styrkjandi, mýkjandi og hvílandi tímum. 

Hjá Yoga&Heilsa er áhersla lögð á jákvæða líkamsvitund í hlýlegu umhverfi þar sem hver einstaklingur skiptir máli