fbpx

Ayurveda námskeið 16. október

Námskeið

Helstu upplýsingar:

  • Dagsetning: 16. október. 2022
  • Vikudagar: Sunnudagur 
  • Tími: 12:15 – 19:00
  • Verð: kr. 14900, verð fyrir áskrifendur kr. 12400.
  • Kennari: Heiða Björk, næringarþerapisti, ayurveda ráðgjafi og kennari.

Nánar um:

AYURVEDA LÍFSVÍSINDIN FORNU: DAGSTUND Í DEKRI OG FRÆÐSLU
Jóga & Heilsa – Síðumúla 15, 3h –  Sunnudaginn 16. október frá 12:15 – 19:00
 
Fræðsla um helstu hugtök og heimspeki ayurveda lífsvísindanna sem upprunnin eru á Indlandi fyrir meira en 5000 árum síðan.

Ayurveda eru viðurkennd heilbrigðisvísindi í 16 ríkjum heims og verða sífellt vinsælli á Vesturlöndum. Þessi lífsvísindi hjálpa okkur til að lifa góðu lífi og halda heilsu. Ayurveda eru systurvísindi jóga fræðanna enda upprunnin á sama menningarsvæði og skráð í sömu heimspeki- trúarritin, þ.e. Vedaritin. Ayurveda lífsvísindi nota jóga (stöður, hugleiðslur, öndurnaræfingar) sem eitt tæki af mörgum til að viðhalda góðri heilsu og til lækninga ef veikindi hafa bankað upp á. Að auki við jóga notar Ayurveda, mataræði og jurtir, nudd og fleira. 

INNIFALIÐ:
* Námskeiðsgögn með útskýringum á helstu hugtökum ásamt nokkrum uppskriftum.
* Þátttakendum hjálpað við að greina sína meðfæddu líkams- og hugargerð en grunn líkamsgerðirnar eru 7 talsins og byggjast á dósjunum þremur: Vata – Pitta og Kaffa.
* Fjallað um algenga sjúkdóma og kvilla og hvernig þeir tengjast ójafnvægi í mismunandi dósjum (Vata – Pitta – Kaffa)
* Fjallað um tískusveiflur og hvernig þær geta hentað fólki misvel út frá meðfæddri líkamsgerð
* Efnaskipta te og túrmerik latte (Golden Milk)
* Liggjandi leidd djúpslökun með aðferð jóga nidra í lok og tónheilun með gong og skálum
* Öndunaræfingar fyrir hverja líkamsgerð
* Umræðan mun að einhverju leyti stýrast af áhugasviði þátttakenda
* CCF te (Meltingar- og efnaskiptate) í boði fyrir þátttakendur
* Kaffihlé kl 15:00 – 15:20.  Boðið upp á turmerik latte og létt nasl
* Dýnur, púðar, augnlokur og teppi á staðnum. 
 
 Einn stærsti kosturinn við ayurveda er sjálfsþekking og sjálfsvitund sem eykst smá saman við ástundun ayurveda.

Við verðum næmari á þarfir líkama okkar og getum brugðist við þegar ójafnvægi fer af stað í líkams- eða hugarstarfseminni.

Þekking á meðfæddri líkams- og hugargerð, prakriti okkar,  hjálpar okkur að sjá hvers vegna við erum eins og við erum og hvað er í gangi þegar ójafnvægi bankar upp á.  Um leið sjáum við samferðaólk okkar í skilningsríkara ljósi og ekki er ólíklegt að umburðarlyndi í mannlegum samskiptum aukist. 
 
* Mætið í mjúkum teygjanlegum fötum og hafið tekrús með ykkur. Einnig er gott að taka með sér glósubók og penna eða blíant.