Allt á hvolfi – viðsnúnar jógastöður

– Skráning á biðlista –

relaxed barefoot woman performing yoga exercise on green field

Krefjandi námskeið fyrir bæði byrjendur og lengra komna þar sem við æfum höfuðstöður, handstöður, herðastöður og framhandleggjastöður.

Helstu upplýsingar

  • Dagsetning:
  • Vikudagar:
  • Tími:
  • Verð:
  • Kennari: Bríet Birgisdóttir
  • Skráning á biðlista: yogaogheilsa@gmail.com

Nánar um námskeiðið

Námskeiðið er 4 vikur svo þú getir fundið og séð árangurinn af ástundun þinni. Það tekur tíma að byggja upp styrk, þor og átta sig á stöðu líkamans (alignment) í hvolf stöðum.

Á þessu námskeiði notumst við meðal annars við reyndar aðferðir Iyengar-stefnunnar til að styrkja grunninn fyrir allar hvolf stöður. Við notum búnað eins og teppi, blokkir, stóla og belti til að opna líkamann og öðlast skilning á mikilvægum línum (alignment) líkamans og hvernig við þurfum að vinna til að halda þeim þegar allt er komið á hvolf.

Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum en það er krefjandi og því er gott að hafa ákveðinn grunnstyrk að byggja á. Við þjálfum okkur í að halda stöðum í lengri tíma sem er mikilvægt til þess að upplifa ávinninginn af því að vera í viðsnúnum stöðum.

Kennari er Bríet Birgisdóttir en hún hefur lagt stund á bæði YogaWorks og Iyengar kennaranám undanfarin ár (yfir 1000 klst) auk þess að hafa verið aðstoðarkennari í jógakennaranámi YogaWorks á Íslandi.

Innifalið:

Tveir fastir tímar á viku.
Handklæði á staðnum.
Aðgangur í fallegt Spa (sauna, heitur pottur, kaldur pottur, æfinga-/flotlaug).
Aðgangur í tækjasal fyrir og eftir tíma.
Aðgangur í alla opna tíma í stundaskrá.

Námskeiðsgjald greiðist með millifærslu:
Reikningur: 0133-26-200372, kennitala: 580619-1420.

Skráning fer fram á netfanginu yogaogheilsa@gmail.com

Dagskrá námskeiðisins

Vika 1 – Herðastaða

Áherslur á að læra hvernig við setjum upp herðastöðu að hætti Iyengar stefnunnar.
Við lærum að halda stöðunni lengi og markmiðið er að halda henni í 6-10 mínútur við lok námskeiðsins. Lærum einnig fleiri aðferðir sem geta gagnast byrjendum. Herðastaðan er verður gerð í hverjum tíma til að lengja tímann smátt og smátt.

Vika 2 – Handstaða

Við lærum að komast upp í handstöðu og halda stöðunni. Auk þess lærum við nokkrar aðferðir sem henta byrjendum og lengra komnum til að auka liðleika í öxlum og til að þjálfa fría handstöðu.

Vika 3 – Framhandleggs- og höfuðstaða

Við lærum nokkrar skemmtilegar aðferðir til þess að komast í og dvelja í þessum stöðum. Auk þess sem við lærum aðferðir sem henta þeim sem ekki geta eða eru ekki tilbúnir fyrir fulla höfuðstöðu.

Vika 4 – Allt saman

Æfum allar stöðurnar og bætum bæði tíma og líkamsstöðu (alignment).Allir tímar byrja með upphitun með áherslu á þau svæði sem unnið er með. Tímunum líkur með góðri slökun/yin.

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close