fbpx

Silja Þórðardóttir

JÓGAKENNARI

Silja hefur lokið kennaranámi hjá YogaWorks 200RYT, yoga nidra og pranayama kennararéttindum hjá Matsyendra ásamt námskeiði í áfallamiðaðri jógakennslu hjá Nicole Witthoefft.

Lífið býður upp á mörg krefjandi verkefni og við eitt slíkt leitaði yoga mig uppi.

Yoga styrkir líkama og huga og gefur góð tól til að flæða með lífinu Þegar maður tengir öndun við hreyfingu þá kemst ég í gott flæði, finn fyrir líkamanum og slaka aðeins á frá hugsunum.

Mér finnst ég ná betra jafnvægi með ástundun yoga Uppáhalds staðan mín er savasana í lok yoga tímans, yfirleitt finnst mér ég þá uppfull af hlýju og mildi í eigin garð og þakklát fyrir að hafa skilað mér á yoga dýnuna – það veitir mér mikla vellíðan