fbpx

María Dalberg

YOGAKENNARI

María Dalberg er menntuð leikkona og jógakennari. Hún kynntist Ashtanga jóga þegar hún var í leiklistarnámi í London árið 2008. Hún hreifst af Ashtanga jóga iðkuninni þar sem hún upplifði jákvæða umbreytingu bæði á líkama og sál. Hún fann að jóga gaf henni jákvæða orku, fókus og hamingju. Síðan þá hefur jóga verið hennar lífsstíll.

María kláraði 200 tíma jógakennaranám í Yoga Shala Reykjavík hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur vorið 2013 og byrjaði þá að kenna Ashtanga Yoga í Yoga Shala. Eftir það fór hún til New York í þrjá mánuði og lærði Ashtanga jóga hjá Eddie Stern sem var nemandi Sri K. Patthabi Jois.
María kynntist Baptiste Power Yoga haustið 2017 og varð hugfangin af þeirri aðferðafræði sem kennd er við Baron Baptiste. Aðferðafræðin samanstendur af jógaæfingum, hugleiðslu og sjálfsvinnu. Hún kláraði 200 tíma jógakennaranám í Baptiste Power Yoga og Yin Yoga í janúar 2019 hjá Alice Riccardi, í Iceland Power Yoga, sem var nemandi Baron Baptiste. Í beinu framhaldi fór María til New York og bætti við sig Art of Assisting hjá Luca Richards frá Baptiste Institute.

María hefur lengi iðkað Yoga Nidra og verið heilluð af töfrum og lækningarmætti djúpslökunnar. Vorið 2019 kláraði María 40 tíma jógakennararéttindi í Divine Yoga Nidra Sleep hjá Jennifer Reis í Yoga Shala Reykjavík. Hún lauk einnig fyrri hluta af Yoga Nidra námi hjá Kamini Desai haustið 2019 í Jógasetrinu.

Fyrir utan að kenna fullorðnum jóga þá kennir María krökkum jóga og leiklist á aldrinum 8-11 ára og fjölskyldujóga fyrir yngri kynslóðina þar sem börn og foreldrar sameinast í jóga.

María lítur á sjálfan sig fyrst og fremst sem jóganemanda og er stöðugt að læra meira af kennurum sínum. Það skemmtilegasta sem María gerir er að kenna jóga og gefa af sér alveg frá hjartanu og sjá nemendur sína upplifa jákvæða umbreytingu á líkama og sál á dýnunni og í lífinu sjálfu. Henni finnst jafnmikilvægt að taka á móti jóga og gefa það svo til baka til nemanda sinna.

Uppáhalds jógatilvitnun: „Growth is the most important thing there is.“        – Baron Baptiste

María kennir Baptiste Power Yoga í Yoga og heilsu í vetur.