Inga Birna Ársælsdóttir
JÓGAKENNARI

Inga Birna hefur alla tíð lagt mikla áherslu á líkamlega & andlega rækt.
Hún hefur brennandi áhuga á hreyfingu og ölu sem viðkemur hreyfingu en hún hefur stundað Brasilískt jiu jitsu síðastliðin 11 ár. Er því mikil íþróttakona og var fyrst íslenskra kvenna til að hljóta svarta beltagráðu í íþróttinni. Hún kynntist Jóga fyrir nokkrum árum síðan og hefur stundað það reglubundið síðan þá, bæði líkamlega iðkun ásamt hugleiðslu og öndun.
Inga Birna útskrifaðst sem yogakennari hjá Ástu Arnarsdóttir eftir 270 stunda nám frá Yogavin 2021, einnig lauk hún námi í NA- Shamanisma hjá Robbie Warren frá Otterdance EarthMedicine skólanum sama ár.
Hún er einnig menntaður ÍAK Einka-& Styrktarþjálfari og hefur lokið við réttindi sem Næringarþjálfari frá Precicion Nutrition, ásamt ýmsum námskeiðum.
Hún hefur lagt stund á allskyns kennslu tengda hreyfingu og heilbrigði síðastliðinn áratug
Inga Birna hefur sérstakan áhuga á því að vinna með fólki og nýtur þess að leiða tíma sem tengjast hreyingu og heilbrigði
🍂 ,,Yoga gefur mér rými til að vera á þessu andartaki Með því að færa athyglina að andardrætti og líkamanum get ég fengið að dvelja hér og nú”
🍂 ,, Yoga gefur mér mýkt og einbeitingu sem nýtist mér inn í daglegar aðstæður.“
🍂 ,,Yoga gefur mér rými til að hægja á Hægja á líkama og hægja á huga Vera með því sem er“
🍂 ,,Yoga hefur gefið mér aukna meðvitund inn í hreyfingar líkamans auk þess hef ég öðlast aukinn liðleika og styrk sem gagnast mér inn í íþróttina sem ég stunda“