fbpx

Yogakennari

Eva Einarsdóttir

Ég er frekar ör að eðlisfari, keppnisgjörn og hef spilað fótbolta, blak og badminton svo eitthvað sé nefnt. Elska einnig að hlaupa. En yoga kjarnar mig. Tengir hugann og líkamann og gefur meira lífsrými, ef það er nú orð.
Yoga hefur fylgt mér frá unglingsárunum þegar ein frænka gaf mér bók og ég man eftir mér að að æfa sólarhyllinguna.
Hef iðkað yoga á ýmsum stöðum, bæði hér og erlendis en líka heima og t.d. tel ég að yogaiðkun hafi haft mikil áhrif á mínar þrjár fæðingar.
Fyrir rúmu ári var lífið að reyna að segja mér að hægja aðeins á mér og ég hugsaði með mér að jóganám gæti gert mér gott og fannst spennandi að dýpka mína kunnáttu á yogafræðunum, læra um líkamann, líkamsbyggingu, orkustöðvarnar okkar, svo eitthvað sé nefnt.
Útskrifaðist í vor frá Jógastúdíó, 200 tíma nám, með áherslu á hatha og vinyasa yoga en lærði einnig smá yin yoga og langar að læra það betur. Eins langar mig að bæta við mig áfallamiðuðu yoga og jafnvel meðgönguyoga.
Hoppaði strax á tækifærið þegar mér bauðst að koma að kenna í Yoga og heilsu og hefur liðið eins og heima frá fyrsta degi.