Jógakennari
„Ég iðka yoga fyrir kyrrðina sem fylgir því, til að styrkja og liðka líkamann og hugann og vegna þess að eftir á líður mér alltaf eins og ég gangi á skýji.”
Elín hefur iðkað jóga frá því árið 2005 þegar hún fór í sinn fyrsta yogatíma í íþróttum í MH og var þá ekki aftur snúið.
Árið 2015 útskrifaðist Elín sem hatha- og power yogakennari frá Jógastúdíó í Reykjavík með 200 klst réttindi og hefur hún kennt stöðugt síðan.
Elín hefur síðan bætt við sig 2 x 50 klst yin yogakennararéttindum frá Summers School of Yin Yoga hjá Josh Summers í Boston.
Elín starfar í dag sem yogakennari í fullu starfi ásamt því að vera heimspekinemi í Háskóla Íslands, en henni þykir yoga frábær leið til að núllstilla sig og finna tenginguna inn á við með náminu og í hinu daglega amstri.

„Ég iðka yoga fyrir kyrrðina sem fylgir því, til að styrkja og liðka líkamann og hugann og vegna þess að eftir á líður mér alltaf eins og ég gangi á skýji.“
„Ég kenni yin yoga, en ég hef bætt við mig 100 klst af þeim réttindum og elska mest að kynna þessa djúsí bandvefsteygjur og núvitund fyrir nemendunum mínum.“
„Það er ekki séns að ég geti valið eina uppáhaldssstöðu í yoga, það er svo ótrúlega misjafnt hvað líkaminn kallar á hverju sinni. Einu sinni voru uppáhaldsstöðurnar mínar þær sem mér fannst ég ´best´í, en í dag eru það oftast þær sem eru mest krefjandi því þannig þroskast ég mest.“
„Ég er mikil félagsvera og elska að vera á góðri stundu í góðum hópi fólks. Ég elska langa göngutúra, náttúruna, tunglið og stjörnurnar. Ég stunda nám við Háskóla Íslands í heimspeki og kynjafræði og hef mjög gaman af því að bæta við mig þekkingu þar.“