fbpx

Bríet Birgisdóttir

JÓGAKENNARI & EIGANDI

Bríet hefur lokið 500 tíma yoganámi frá YogaWorks í Osló/Stokkhólmi og 340 tímum í Iyengaryoga. Auk þess að hafa bætt við sig 85 stunda námi í meðgönguyoga og yin yoga, hefur Bríet sótt fjöldan allan af námskeiðum og vinnustofum. Meðal annars með þekktum yogakennurum eins og Maty Ezraty, Jenny Arthur, Dice Iida-Klein og Donna Farhi.

Auk þess að vera yogakennari og ein af eigendum Yoga&Heilsu er Bríet er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistaragráðu í lýðheilsufræðum og Heilsumarkþjálfi. Hún starfar sem heilsuráðgjafi hjá Klíníkinni.

Bríet brennur fyrir fyrirbyggjandi heilsu og hefur unnið að ýmsum verkefnum sem tengjast lífshamingju og vellíðan meðal annars fyrir Lýðheilsustöð og Radet for Psykisk helse í Noregi.

Fylgdu Bríet á samfélagsmiðlum:

🌸 „Fyrir mig er yoga mótefni við allskonar kvillum eins og leiða, depurð, verkjum og vanlíðan. Mér líður alltaf betur eftir yoga – svo lengi sem ég virkilega að hlusta á líkamann.“

🌸 „Yoga er tilraunastofan mín, ég elska að skoða leiðir til að nálgast stöður frá nýjum sjónarhornum. Hjá mér þarftu að venjast því að nota fullt af búnaði.

🌸 „Ég kenni oftast Vinyasa blandað með Iyengar en líka Yin, Restorative og meðgöngujóga.“

🌸 „Ég get sennilega ekki neitað fyrir að hafa sérstakt dálæti á að hvolfa mér, handstöður og allar jafnvægisstöður á höndum finnst mér svakalega skemmtilegar.

🌸 „Í yoga finn ég barnið í sjálfri mér og dómarinn innra með mér tekur sér smá pásu – það er svo gott.“

🌸 „Ég hlakka til að kenna yoga þar til ég verð ‘eldgömul'“.