Björt Baldvinsdóttir

Jógakennari

Jógaferðalagið mitt hefur verið allskonar rétt eins og lífið sjálft og það sem það hefur kennt mér er að mæta sjálfri mér með mildi á þeim stað sem ég er hverju sinni og halda áfram einn andadrátt í einu hvort sem um er ræða jógastöðu eða krefjandi aðstæður í dagsins önn. Ég er mjög þakklát fyrir að fá tækifæri til að deila jóga með öðrum.

Björt Baldvinsdóttir er með 200 klst jóganám að baki frá Thailandi og er með MA í alþjóðasamskiptum ásamt að vera tveggja barna móðir. 

Björt byrjaði að stunda jóga á fyrri meðgöngu sinni árið 2006 og hefur iðkað ýmis konar jóga síðan þá. Árið 2018 lét hún svo langþráðan draum rætast og fór til Thailands í jógakennaranám. 

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close