Ása Sóley Svavarsdóttir
JÓGAKENNARI & EIGANDI

Ása Sóley byrjaði að iðka yoga árið 2009 og fór í sitt fyrsta yogakennaranám árið 2012. Stuttu eftir námið hætti hún í vinnunni sinni og hóf að kenna jóga í fullu starfi. Hún segir það án efa vera eina þá bestu ákvörðun sem hún hefur tekið. Ása Sóley er með kennararéttindi frá Yoga Shala Reykjavík og High Vibe Yoga á Balí, ásamt grunn og framhaldskennaranámi í yoga nidra frá Amrit Yoga Institude á Flórída. Síðast bætti hún við sig yin yogakennararéttindum hjá David Kim. Ása Sóley er ein af eigendum Yoga&Heilsu og kennir allskonar yogatíma, bæði sem eru á dagskrá í stundarskrá og einnig ýmis námskeið.
Fylgdu Ásu á samfélagsmiðlum:
🍂 ,,Yoga bjargar geðheilsunni minni alla daga. Ég stunda yoga til að geta verið í betra andlegu og líkamlegu formi.“
🍂 ,,Ég kenni vinyasa, yoga nidra og yin yoga.“
🍂 ,,Natarjasana (dansarinn) er uppáhalds yogastaðan mín. Ég elska að gera kröftugar bakbeygjur.“
🍂 ,,Þegar ég var lítil ætlaði ég alltaf að verða dansari en gelgjan tók völdin og breytti því. Í dag er ég endalaust þakklát fyrir að hafa óvart byrjað að stunda yoga!“