Í þessum tímum er farið í undirstöðuatriði yogaiðkunnar þar sem við aukum hreyfanleika og styrk. Við endum hvern tíma á góðri slökun. Góðar leiðbeiningar um hvernig aðlaga megi stöður og hreyfingar í kringum meiðsli eða viðkvæm liðamót. Námskeiðinu fylgir aðgangur í alla opna tíma í stundaskrá á meðan námskeiðið er í gangi. Frábært námskeið fyrir menn á öllum aldri sem eru að kynnast yoga eða hafa æft í einhvern tíma og vilja styrkja grunninn.

HugarRó – Í átt að betri heilsu
Námskeiðið HugarRó snýst um að kyrra hugann, róa taugakerfið, mýkja líkamann og auka andlega vellíðan.