fbpx

Yoga 1 & Yoga 2

Í þessum tímum eru bæði jógastöður og flæði með öndun. Allir tímarnir innihalda æfingar sem styrkja og liðka líkamann, öndunaræfingar, hugleiðslu og slökun en áherslur og dýpt fer eftir kennara og lengd tímans. Tímarnir henta byrjendum sem lengra komnum.

Yin Yoga m/nuddboltum

Í þessum tímum er áhersla á að losa um spennu í líkamanum með yin-stöðum og nuddboltum. Boltarnir geta hjálpað við að losa um stífan bandvef og auka blóðflæði og almenna vellíðan. Auk þess að nota yin djúpteygjur og bolta eru góðar öndunaræfingar og slökun sem virkar vel fyrir sogæða- og taugakerfið. Tímarnir henta byrjendum sem Nánar

Yin & Yoga Nidra

Byrjað á mjúkum yin-stöðum í 15-20 mínútur og svo tekur Yoga Nidra við. Yoga Nidra er aldagömul hugleiðsluaðferð, kölluð svefnhugleiðsla. Yoga Nidra leiðir þig niður í mjög djúpa slökun á milli svefns og vöku þar sem hugurinn og líkaminn er laus við stress, álag og áreiti. Þegar hugurinn fær hvíld fær líkaminn tækifæri til að Nánar

Yin Yoga

Í þessum tímum erum við í jógastöðum sem við höldum sitjandi eða liggjandi í 1-5 mínútur. Við notum pullur, teppi, kubba ofl til að finna útfærsluna sem hentar mismunandi líkömum og gefum okkur tíma til að láta uppsafnaða spennu líða úr líkamanum. Með djúpum teygjum og pressu i í stöðunum mýkist bandvefur í vöðvum og Nánar

Yin & Restorative Yoga

Í tímunum blöndum við saman Yin yoga og Restorative yoga. Í Restorative yoga er líkamanum komið fyrir í jógastöðum með góðum stuðningi þannig að lítil sem engin áreynsla er á liði eða vöðva í stöðunni. Þá er unnið enn betur með að fá kyrrð í hugann og ró í taugakerfið. Tímarnir henta byrjendum sem lengra Nánar