Birta Ólafsdóttir lærði Þroskaþjálfan í Danmörku 2002-2006 og hefur hún starfað við það á Íslandi síðan þá. Í þeirri vinnu kynnist hún fjölbreytileika mannfólksins og hversu mikilvægt það er öllum að finna fyrir ást, virðingu og öryggi í eigin skinni.
Kundalini Activation iðkunnin er svo falleg að þessu leyti þar sem þín eigin lífsorka er virkjuð til að bæta andlega og líkamlega heilsu einstaklingsins. Líkaminn er magnaður í að laga sig sjálfur þegar hann fær réttu leiðbeiningarnar.
Birta heillaðist af Kundalini Activation Process aðferðarfræðinni og eftir að hafa stundað KAP reglulega frá 2019-2022 ákvað hún að læra fræðin sjálf hjá Þóru Hlín Friðriksdóttir. Fyrir henni er KAP vitundarvakning um eigin líðan og vegur í átt til jafnvægis, vellíðunar, sjálfsástar og meðvitundar um hvers þú þarfnast til að verða besta útgáfan af þér í dag.