Berglind Skúladóttir

Yogakennari

Berglind fór í sitt fyrsta jógakennaranám 200 tíma Hatha nám hjá Vikasa í Tælandi í gegnum Orkustöðina Reykjanesbæ. Þar kolféll hún fyrir jógafræðunum og hefur síðan þá bætt við sig 50 tíma Yin námi hjá yoga Aliciu Casillas og 65 tíma Jóga Nidra námi hjá Kamini Desai (Amrit Yoga) ásamt því að hafa lært að spila á Gong með grunn og framhaldsnámskeiði hjá Arnbjörgu (Ómur Yoga og Gongsetur).

Berglind hefur mikinn áhuga á líkamlegum áhrifum áfalla og hefur kynnt sér áfallamiðaða nálgun í jóga. Fyrir um ári síðan hætti Berglind starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur og starfar eingöngu sem jógakennari í dag. Hún upplifir sig þó enn þjóna heilbrigðiskerfinu með jógakennslunni og auknu framboði á rækt við slökun. Þessi ákvörðun hefur fært henni sjálfri meiri næringu, vellíðan, gleði og hamingju í lífið.

🌿 „Jóga gefur mér rými til að rækta slökun. Jóga aðstoðar mig við jafnvægi í daglegu lífi”
🌿Jóga gefur mér pláss til að vera ég með mínar þarfir
🌿 Í jógasalnum upplifi ég kyrrð meðan allt er á hreyfingu
🌿 Jóga er mitt bjargráð í erfiðum aðstæðum
🌿 Í jóga finnst mér ég komin heim