fbpx

Alda Pálsdóttir

Yogakennar

Alda lærði í grunninn iðjuþjálfun en hefur sérhæft sig í náttúrumeðferð og líkamsmiðaðri iðjuþjálfun með áherslu á tengsl, taugakerfi og áföll. Hún lærði jóga á grunni Iyengar hjá Open Sky jóga 2017 og síðan þá haldið áfram að læra um anatómíu, restorative jóga, hugleiðslu, hljóðheilun, shamanisma, líkamsmeðferðir (Chi Nei Tsang) og Zero Form hjá Fighting Monkey svo eitthvað sé nefnt.
Alda kennir jóga í The Movement Lab, starfar sem iðjuþjálfi í Ljósinu og á eigin stofu. – Þú getur fylgst með á Reroot.w.Alda á instagram

Tímarnir mínir eru undir áhrifum frá ýmsum tegundum hreyfingar en með miðar að því að viðhalda styrk og sveigjanleika bæði í líkama og huga. Tímarnir geta ýmist snúið að því að finna styrk í að halda stöðum sem og hægu flæði. Markmiðið þeirra er að skapa rými til að halda gæðum andadráttarins í daglegu lífi og að við lærum betur að þekkja taugakerfið okkar.