fbpx

Yoga Heima

Yoga Heima – núll stress

Yoga Heima er fyrir þig sem langar að geta stundað rólega og góða hreyfingu heima undir öruggri leiðsögn.

Helstu upplýsingar

 • Dagsetningar: 31. janúar – 23. febrúar 2022.
 • Vikudagar: Mánudagar og miðvikudagar
 • Kennt á zoom
 • Tími: 09:00 – 10:00
 • Verð: 20.000 kr
 • Kennari: Bríet Birgisdóttir
 • Skráning: yoga@yogaogheilsa.is

Nánar um námskeiðið

Námskeiðið Yoga Heima hentar mjög vel fyrir þig sem getur farið rólega af stað inn í daginn eða tekið tíma frá fyrir þig á skrifstofunni. Tímarnir byggja á Iyengar jóga þar sem ekki er verið að fara upp og niður af gólfinu í sífellu. Unnið er af nákvæmni með stöður sem byggja upp styrk, auka liðleika og hjálpa við að róa taugakerfið.

Þú þarft ekki mikið pláss eða um það bil plássið sem ein yogadýna tekur – en mikill kostur að geta verið við eða nálægt vegg.

Við kennum námskeiðið á Zoom og allir nemendur fá persónulega leiðsögn í sinni iðkun, því er mikilvægt að þú getir haft símann/tölvuna þannig að kennarinn geti séð þig vel (það er ekki skylda að vera í mynd en við mælum eindregið með því).

Við mælum með að þú hafir við hendina yogabúnað eða annað sem hægt er að nota til að þú fáir sem mest út úr æfingunum. Við mælum með að þú hafir eftirfarandi búnað við hendina:

 • Góða dýnu (ekki of þykka því það er ekki gott fyrir jafnvægisstöður).
 • 2 Yoga kubba (hægt að fá á mörgum stöðum)
 • Yoga pullu (það má líka nota handklæði)
 • Yoga Stól (hægt að nota venjulegan stól líka)
 • 2 yoga teppi (hægt að nota þétt ullarteppi eða bómullar – ekki flís)
 • 1 yoga belti

ATH. við getum aðstoðað með að kaupa allan búnað sé þess óskað (ath. að við pöntum flestar vörur beint að utan svo það er best að hafa samband sem fyrst ef þú vilt aðstoð með kaup á yogabúnaði).

Innifalið:

 • Tveir Zoom tímar á viku
 • Rafbók um helstu yogastöður sem við vinnum með.
 • Upptaka frá hverjum tíma
 • Aðgengi að Yin/Restorative tíma á sunnudögum hjá Yoga&Heilsu á meðan á námskeiði stendur (ath. fyrirfram skráning í tímann)

Námskeiðsgjald greiðist með millifærslu:
Reikningur: 0133-26-002278, kennitala: 510221-0790

Skráning fer fram á netfanginu yoga@yogaogheilsa.is

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close