fbpx

KAP – Kundalini Activation Process

Deildu:

Fyrir mér persónulega er K.A.P löngu orðin hluti af líkamsræktinni minni, það hefur aukið
lífshamingjuna á svo margan hátt að erfitt er að segja frá því í stuttu máli. Ferðalag sem
byrjaði 2019 og sér ekki fyrir endann á. Ferðalagi sem ég og bara ég stjórna hraðanum á. Það
er ótrúlega frelsandi tilfinning að finna að þú hafir langoftast stjórn á því hvernig þú mætir
bæði erfiðu og góðu dögunum. K.A.P hefur gefið mér styrk, æðruleysi og traust til að leita að
og finna jafnvægið mitt nánast alla daga því sem betur fer er enginn fullkomin.

Í K.A.P liggur þú á dýnu á gólfinu í fallegu rými með lítilli birtu í klukkutíma. Við leiðum þig
inn í hvernig tíminn er uppbyggður og svo förum við í stutta öndun til að lenda á dýnunni.
Allan tímann er spiluð tónlist með sérstakri tíðni sem ýtir undir bylgjurnar í lífsorkunni okkar.
Allan tímann förum við á milli ykkar og styðjum létt á ákveðna orkupunkta á líkamanum.

Orkan leitar þangað sem hennar er þörf. KAP opnar fyrir hindranir eða stíflur í
orkubrautunum okkar. Þessar hindranir geta verið tilfinningalegar, andlegar eða
líkamlegar og myndast hjá okkur við hinar ýmsu upplifanir og aðstæður sem við lendum í í
lífinu. Þetta geta verið t.d slys, áföll, streita, kvíði, ofbeldi eða einelti svo eitthvað sé nefnt.
Upplifanir og líðan sem líkaminn geymir og er mjög einstaklingsbundin. Þess vegna er oft
erfitt að segja fólki hvað það á eftir að finna fyrir á dýnunni en reynslusögurnar eru
fjölbreyttar og persónulegar. Fólk hefur fundið fyrir tilfinningalosun, upplifaðlétti, sorg, gleði
eða líkamlega verki, fólk talar um að sjá sýnir, fara í ferðalög í takt við tónlistina, sjá liti,
tengjast innsæinu sínu á mjög sterkan hátt og ef til vill fá svar við spurningum sem legið hafa
á þeim í langan tíma. Sumir upplifa að þurfa að hreyfa sig í takt við tónlistina eða að hún fari
í gegnum líkaman eins og bylgjur, aðrir reisa sig upp eða standa upp og dansa, enn aðrir
liggja eins og límdir við gólfið og fara mjög djúpt inn á við í ákveðið hugleiðsluástand.
Um 90% af fólki finnur fyrir áhrifum strax í fyrsta tíma en sumir þurfa fleiri skipti. Fyrsti tíminn er
samt oft eins og rannsóknartími og það er kannski ekki fyrr en í 3-4 tíma að fólk leyfir sér að
sleppir tökunum og treystir ferðalaginu. Við það skapast rými innra með okkur fyrir
lífsorkuna til að opna á og byrja að vinna sig í gegnum þær hindranir og stíflur sem halda
aftur af okkur í lífinu.
Margar reynslusögur hljóma þannig að með því að stunda K.A.P þá lærir fólk að stjórna
streitunni, það sefur betur, fólk talar um að það hvíli betur í sjálfu sér og það fari ósjálfrátt
að velja betri kosti í lífinu sem auka lífsgæði og ýta undir kærleika og virðingu í garð sjálfs
síns og annara.

Við bjóðum uppá KAP tíma hjá Yoga&Heilsu annan hvern sunnudag kl 20:00.

Verið hjartanlega velkomin!

Birta & Lísa