fbpx

KAP – með Birtu

Deildu:

  • Dagsetning: 15 & 29.jan- 12 & 26.feb
  • Vikudagur: Annar hver sunnudagur
  • Tími: 20:00 – 21:30
  • Verð: 5.000 kr
  • Leiðbeinandi: Birta Ólafsdóttir

Kundalini Activation (KAP) iðkunnin er svo falleg að þessu leyti þar sem þín eigin lífsorka er virkjuð til að bæta andlega og líkamlega heilsu einstaklingsins.  Líkaminn er magnaður í að laga sig sjálfur þegar hann fær réttu leiðbeiningarnar. 

Birta heillaðist af Kundalini Activation Process aðferðarfræðinni og eftir að hafa stundað KAP reglulega frá 2019-2022 ákvað hún að læra fræðin sjálf hjá Þóru Hlín Friðriksdóttir. Fyrir henni er KAP vitundarvakning um eigin líðan og vegur í átt til jafnvægis, vellíðunar, sjálfsástar og meðvitundar um hvers þú þarfnast til að verða besta útgáfan af þér í dag.

Mælt er með því að þú mætir í þægilegum fatnaði. Dýnur, teppi og púðar eru á staðnum. Þú liggur einfaldlega á jógamottu og/eða teppi á gólfinu í u.þ.b. klukkustund, færð snertingu yfir ákveðna punkta líkamans, s.s. enni, bringubein, lófum og iljum og lífsorkan leitar þangað sem hennar er þörf. Stundum finnst þátttakendum eins og þeir séu límdir við gólfið, þeir ná dýpri slökun en nokkru sinni fyrr (eins og í djúpu hugleiðsluástandi) á meðan aðrir upplifa líkamleg viðbrögð, t.d. ósjálfráðar hreyfingar, skjálfta, danshreyfingar eða hláturskast. Allt er þetta eðlilegt þegar lífsorkan þín fer af stað.

Upplifunin er einstaklingsbundin og 90% þátttakenda finna svörun í fyrsta tíma. Fyrir einstaka aðila tekur nokkra tíma að ná fyrstu viðbrögðum. Tilfinningarleg hreinsun getur átt sér stað í tímunum, svo sem gömul sorg eða reiði, en öll viðbrögð þín, bæði andleg og líkamleg, eru rétt fyrir þig á hverjum tíma. Margir einstaklingar finna fyrir breytingum næstu daga eftir KAP-tíma, svo sem betri svefn, meira jafnvægi, jákvæðara lundarfari, ánægjulegri samskiptum og almennt meiri vellíðan í lífinu.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á síðunni