Yoga&Heilsa verður í samvinnu við Heklamacrame.is með skemmtilegt námskeið í Macramegerð.
Það er einn af hornsteinum hamingjunnar að vera dugleg/ur að læra eitthvað nýtt, njóta samvista með öðru fólki og iðka núvitund, því er þetta námskeið fullkomin blanda af þessu hamingjukonfekti 🙂
Farið er yfir helstu grunnhnúta macramé og efnisval. Þegar allir hafa náð góðum tökum á tækninni klippum við í verkin og byrjum að hnýta okkar eigin listaverk.
Innifalið í námskeiðinu: Kennsla og efni í eitt Macrameverk, uppskriftir og aðgangur að vefnámskeiði. Auk þess verða léttar veitingar á staðnum.
Yoga&Heilsa er með fallega setustofu þar sem hægt er að tilla sér niður spjalla og nærast.
- Hvenær: Þriðjudaginn 30. ágúst
- Tími: kl. 18:30 – 22:30…
- Hvar: húsakynnum Yoga&Heilsu að Síðumúla 15, 3ja hæð
