fbpx

Jógaferð til Krít 15-22. maí 2023 – 2 Pláss laus

Deildu:

Krít með Bríeti og Ástu 15. maí til 22. maí 2023

Við höfum valið af kostgæfni stað sem sameinar bæði heimilislega gistingu og mjög góða jógaaðstöðu. Við vorum þarna vorið 2022 og vorum alveg hugfangnar af einfaldleikanum, fegurðinni og yogaaðstöðunni. Staðurinn er Chora Sfakion sem er lítið og sjarmerandi sjávarþorp á suðurhluta Krít en húsið er staðsett í hlíð með stórfenglegu útsýni yfir fjöllin og hafið. Þú getur notið þess að ganga um hlíðarnar, slaka á á ströndinni eða notið útsýnisins frá húsinu. Maturinn er dásamlegt grænmetisfæði eldað af meistarakokki sem vinnur allt efni í réttina sína frá Krít. 

Áhersla er lögð á góða yogakennslu þar sem þú færð tækifæri til þess að vaxa og dafna sem iðkandi bæði andlega og líkamlega. Við mælum eindregið með að þú stundir yoga reglulega fram að ferðinni til þess að þú fáir sem mest út úr þessu yogaferðalagi. Við leggjum áherslu á að iðka og kenna samkvæmt hefðum Iyengar og Yin.

 Hámarksstærð hóps er 12 manns.

Kennarar og kennsluaðferðir

Kennarar eru Bríet Birgisdóttir og Ásta Þórarinsdóttir.

Bríet er hjúkrunarfræðingur með margra ára reynslu sem yogaiðkandi og yogakennari en hún hefur síðustu ár verið að tileinka sér aðferðafræði Iyengar Yoga. Hún hefur verið aðstoðarkennari fyrir kennara hjá YogaWorks og hjá YogaWise.  Bríet mun leiða Iyengar Yoga, Restorative Yoga og hugleiðslu.

Ásta Þórarinsdóttir,  lærði hjá YogaWorks og YogaWise, bæði yogaflæði og Yin. Hún hefur sökkt sér í Yin yoga og er hafsjór af þekkingu um bandvefinn og áhrifaríkar leiðir til að vinna með djúpar teygjur og slökun. Ásta mun að mestu leið okkur í Yin Yoga og slökun.

Gisting

 

Húsið er gamalt steinhús staðsett á Chora Sfakion á eyjunni Krít og er aðeins í 5 mín göngufjarlægð frá bænum. Húsið tekur 8 (10 með kennurum) manns í gistingu og er með tvö þriggja manna herbergi og eitt tveggja manna auk gistirýmis fyrir tvo kennara. Athugið að það þurfa að lágmarki að gista 8 í húsinu. Þau sem vilja vera ein í herbergi þurfa að gista á nærliggjandi hótelum (100-300m fjarlægð). Verð og herbergjaskipan neðar í textanum.

Matur

Maturinn er bara stórkostlegur, grænmetisfæði, allt eldað á staðnum með fersku hráefni frá Krít. Morgunmatur er í boði alla morgna (nema daginn sem við komum) auk kvöldverðar 5 kvöld á meðan á dvöl stendur. Maturinn er innifalinn í verði og á við bæði fyrir þau sem gista í húsinu og á hóteli. Við borðum úti á veitingastöðum 2 kvöld.

Yoga

Mjög góð aðstaða fyrir yogaiðkun á viðargólfi með allan yogabúnað sem til þarf og nóg pláss. Hægt er að vera innandyra ef rignir og utandyra milli ólífutrjáa ef veður er gott (sem það er næstum alltaf).

Við iðkum daglega yoga og þú getur svo notað aðstöðuna og gert eins mikið yoga og þú vilt.

Kennt verður að mestu í anda Iyengar og Yin en eigum eftir að blanda fleiri yogahefðum saman auk þess sem lögð verður áhersla á daglega hugleiðslu.

Verð

Verð er fyrir 8 daga, gistingu í 7 nætur með mat (morgunmat alla daga og kvöldmat 5 kvöld).  Boðið er upp á hugleiðslu og Yogakennslu alla morgna (nema komudag) auk Yin yoga/Restorative Yoga síðdegis (nema brottfarardag).

Gisting – Jógahúsið 

 • 3ja manna herbergi á jarðhæð með baðherbergi. 
 • Verð kr.150500,- á mann miðað við 3 í herbergi.
 • Fullt í þessu herbergi
 • 3ja manna herbergi á 2. hæð með baðherbergi og stórum svölum með útsýni.
 • Verð kr.150500,- á mann miðað við 3 í herbergi.
 • 2 laus pláss
 • 2ja manna herbergi á 2. hæð með baðherbergi og stórum svölum (athugið að það er aðeins tjald sem skilur salerni frá svefnaðstöðunni – hentar því ekki fyrir alla).
 • Verð kr.153320 á mann miðað við 2 í herbergi.
 • Fullt í þessu herbergi

Gisting Hótel

Gisting á hóteli á best við fyrir þá/þær sem vilja vera einar í herbergi. Ath. að við þurfum að lágmarki að hafa 8 persónur sem gista í Yogahúsinu.

Skilmálar:

Greiða þarf kr. 35.000  í staðfestingargjald sem er ekki endurgreitt ef þátttakandi hættir við ferðina. Ef viðkomandi fær annan aðila til að taka sitt pláss er það sjálfsagt og fær þá endurgreitt. 

Vinsamlega sendið tölvupóst á yoga@yogaogheilsa.is ef þú vilt skrá þig í ferðina. 

Innifalið:

 • Gisting 7 nætur
 • morgunmatur 7 morgna
 • Kvöldmatur 5 kvöld
 • Dagleg hugleiðsla, yoga 2x á dag (nema fyrsta og síðasta dag – þá 1x)          
 • Aðgengi að yogasal og búnaði
 • Skipt á lökum x1
 • Aðgengi að eldhúsi og möguleiki á að fá að þvo þvott í þvottavél

Ekki innifalið:

 

 • Flug (ath. mögulega er þörf á auka gistingu vegna millilendinga þar sem ekki er víst að flogið verði beint)
 • Ferðir til/frá flugvelli
 • 2 kvöldverðir á veitingastöðum
 • kostnaður við leigubíla/rútur 
 • Kostnaður við skoðunarferðir (leigubílar inngöngugjald í Imbros gljúfur) Er yfirleitt 2 – 6 evrur skiptið á mann. 
 • Annar matur en það sem er boðið upp á
 

Dagsskipulag

Skipulag er að mestu það sama, hugsanlegt er að síðdegis yoga hliðrist til þegar farið verður í ferðir eins og í Imbros glújfur, Ilmolíugarðinn og hugsanlega fleiri ferðir. Ferðir verða ákveðnar þegar komið er á staðinn og við finnum bestu tímasetningar út frá t.d. veðri. Góður tími er á milli morguntíma og síðdegistíma þar sem hægt er að slaka á og gera það sem þig lystir. 

Dagur 1 – komudagur

 • 17:00 Hugleiðsla – Núvitund – innleiðing. 
 • 17:30 – 18:30 Síðdegis yoga
 • 19:30 Kvöldmatur

Dagur 2 

 • 07:00  – 07:30 Mindfulness 
 • 8:00 – 10:00 Morgunyoga
 • 10:00 Morgunverður (brunch)
 • 17:30 Síðdegis yoga
 • 19:30 Kvöldmatur

Dagur 3

 • 07:00  – 07:30 Mindfulness 
 • 8:00 – 10:00 Morgunyoga
 • 10:00 Morgunverður (brunch)
 • 17:30 Síðdegis yoga
 • 19:30 Kvöldmatur

Dagur 4

 • 07:00  – 07:30 Mindfulness 
 • 8:00 – 10:00 Morgunyoga
 • 10:00 Morgunverður (brunch)
 • 17:30 Síðdegis yoga
 • 19:30 Kvöldmatur

Dagur  5

 • 07:00  – 07:30 Mindfulness 
 • 8:00 – 10:00 Morgunyoga
 • 10:00 Morgunverður (brunch)
 • 17:30 Síðdegis yoga
 • 19:30 Kvöldmatur

Dagur 6

 • 07:00  – 07:30 Mindfulness 
 • 8:00 – 10:00 Morgunyoga
 • 10:00 Morgunverður (brunch)
 • 17:30 Síðdegis yoga
 • 19:30 Kvöldmatur

Dagur 7

 • 07:00  – 07:30 Mindfulness 
 • 8:00 – 10:00 Morgunyoga
 • 10:00 Morgunverður (brunch)
 • 17:30 Síðdegis yoga
 • 19:30 Kvöldmatur

Dagur 8 – brottfarardagur

 • Yoga ef tími leyfir
 • Morgunmatur 

Það er heilmikið að skoða í nágrenninu og hægt að fara í styttri og lengri göngutúra um bæinn eða upp í hæðirnar/fjöllin (t.d. litlar kirkjur í hellum og ótrúlegt útsýni).

Það er svo líka dásamlegt að leyfa sér að slaka á.

*Engum er skylt að vera með í skoðunarferðum, það getur komið einhver viðbótarkostnaður í tengslum við skoðunarferðir svo sem leigubílar, bátsferðir, matur og þess háttar.