Hver segir að það sé bara hægt að fara í yogaferðir til útlanda?
Helgina 4-6 mars 2022 ætlum við að skella okkur í stutta en einstaklega endurnærandi yogaferð út fyrir borgarmörkin og í Birkihof sem er staðsett á fallegum stað á milli Laugavatns og Geysis.
Í Birkihofi er gisting fyrir 14 manns í tveggja og þriggja manna herbergjum í uppábúnum rúmum. Það eru 4 tveggja manna herbergi með tvíbreiðum rúmum, 2 herbergi með tveimur einstaklings rúmum og 2 herbergi með þremur einstaklings rúmum. Í húsinu er fullbúið eldhús, borðstofa og setustofa þar sem við munum njóta þess að iðka saman yoga og borða saman. Á staðnum er sundlaug, heitur pottur og gufa fyrir okkur að njóta. Húsið er falið á fallegum stað umkringt stórum birkitrjám.

Við ætlum að koma saman og rækta líkama og sál í burtu frá amstri borgarinnar og daglegu áreiti. Við vöknum snemma og mætum á yogadýnuna okkar til að vekja líkamann fyrir daginn, njótum þess að vera í kyrðinni, borðum hollan og ferskan mat, öndum djúpt, hugleiðum og njótum.
Dagskrá: (með fyrirvara um breytingar)
Föstudagur, (komudagur)
- Mæting seinni partinn og allir koma sér fyrir
- Mjúkt yoga sem leyfir okkur að lenda á þessum fallega stað
- Kvöldmatur
- Kvöldathöfn með Gongslökun
Laugardagur:
- Morgunyoga sem vekur líkamann og kemur okkur inn í daginn
- Morgunmatur
- Pranayama og hugleiðsla
- Hádegismatur
- Tími fyrir gönguferð, sund, heita pottinn, gufuna eða miðdegislúr
- Síðdegisyoga
- Kvöldmatur
- Kvöldathöfn með Gongslökun
Sunnudagur:
- Morgunyoga sem kemur okkur inn í daginn
- Morgunmatur
- Pranayama, hugleiðsla og kveðjuathöfn
- Hádegismatur
- Brottför

Verð:
65.000 kr á mann í tveggja manna herbergi með tvíbreiðu rúmi, tveggja manna herbergi með einstaklings rúmum eða þriggja manna herbergi með einstaklings rúmum.
82.200 kr á mann í einstaklingsherbergi með tvíbreiðu rúmi
Greiða þarf 20.000 kr staðfestingagjald fyrir 1.febrúar sem er ekki endurgreitt ef viðkomandi afbókar ferðina. Greitt með millifærslu á reikning nr 0133-26-002278, kennitala: 510221-0790.
Innifalið:
- Gisting í 2 nætur í uppábúnu rúmi
- 6 máltíðir og létt snarl yfir daginn
- 7 mismunandi yogatímar
- Aðgangur að sundlaug, heita pottinum og gufunni alla helgina
*Aukalega er hægt að bóka tíma í mjúkt bandvefs og teygjunudd hjá Ásu yfir helgina.



