fbpx

Yngjumst þegar við teygjum á bandvefnum?

Deildu:

Kynningarfundur verður haldinn 30. nóvember kl. 18:20 að Ármúla 9.

Skráning í ferðina: yoga@yogaogheilsa.is

Dagsetningar 27. apríl – 4. maí 2022 ( 7 nætur/8 dagar) Athugið að gera ráð fyrir auka degi á leið út og heim.

Jógaferðin verður einstök upplifun fyrir þig sem langar að komast í smá frí til þess að rækta sjálfa þig og næra bæði líkama og sál. Þetta verður lítill hópur 12 – 15 manns í mesta lagi.

Við höfum valið af kostgæfni stað sem sameinar bæði heimilislega gistingu og einstaklega góða jógaaðstöðu. Það er allt til alls á staðnum dýnur, blokkir, teppi, stólar, pullur og meira að segja Iyengarveggur (bönd á vegg).

Nánari dagskrá fyrir hvern er að finna neðar í textanum. Einnig er hægt að panta  ýmiskonar nudd og líkamsmeðferðir sé þess óskað.

Gisting

Húsið er gamalt steinhús staðsett á Chora Sfakion á eyjunni Krít og er aðeins í 5 mín göngufjarlægð frá bænum. Þar er gott eldhús og öll aðstaða til staðar til að gera mat sé þess óskað. Aðgengi er að þvottavél (þá þurfum við ekki að taka mikið meira en handfarangur með).

Húsið tekur aðeins 10 manns í gistingu en ef áhugi er fyrir hendi er möguleiki á að gista á nærliggjandi hótelum (100-300m fjarlægð). Verð og herbergjaskipan neðar í textanum.

Matur

Frábær grískur matur, ferskur frá Krít og að mestu byggður á grænmeti.

Morgunmatur er í boði alla morgna auk kvöldverðar 5 kvöld á meðan á dvöl stendur. Maturinn er innifalinn í verði og á við bæði fyrir þau sem gista í húsinu og á hóteli.

Jóga

Mjög góð aðstaða fyrir jógaiðkun á viðargólfi með allan jógabúnað og nóg pláss. Hægt er að vera innandyra ef rignir og utandyra milli ólífutrjáa ef veður er gott.

Við iðkum daglega jóga og þú getur svo notað aðstöðuna og gert eins mikið jóga og þú vilt.

Kennt verður að mestu í anda Iyengar og Yin en eigum eftir að blanda fleiri jógahefðum saman.

Verð

Verð er fyrir gistingu í 7 nætur með mat (morgunmat alla daga og kvöldmat 5 kvöld) auk jógakennslu (hvort sem gist er í Jógahúsinu eða á hóteli).

Jógahúsið

 • 3ja manna herbergi á jarðhæð með baðherbergi. kr. 120.000 á mann.
 • 3ja manna herbergi á 1. hæð með baðherbergi kr. 120.000 á mann.
 • 2ja manna herbergi með baðherbergi 125.000 á mann (fyrir hjón/vinkonur baðherbergið er í sama rými – opin lausn).

Hótelgisting

Þegar ekki er hægt að bjóða fleiri gistirými í Jógahúsinu (eru aðeins 8 pláss) er hægt að bóka gistingu á nærliggjandi hótelum (öll bókun fer í gegnum okkur).

*Þátttakendur þurfa sjálfir kaupa flugmiða og koma sér á staðinn. Mælt er með að fljúga á Chania flugvöllinn (um 1 klst akstur) eða Heraklion (um 2 klst akstur). Ath.það þarf að reikna með gistingu á fluvallahótelum fram og tilbaka.

Fararstjórar og jógakennarar eru Bríet Birgisdóttir og Ásta Þórarinsdóttir

Bríet og Ásta eru báðar með mikla reynslu sem jógakennarar og bjóða bæði nýliða og vana jóganemendur velkomna í þessa ferð. Bríet kennir að mestu samkvæmt Iyengarhefðinni en Ásta mun leiða Yinjógatíma ferðarinnar.

Skilmálar:

Greiða þarf kr. 25.000 staðfestingargjald fyrir 15. desember 2021. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt ef þátttakandi hættir við ferðina.

Ef Yoga&Heilsa hættir við ferðina mun gjaldið verða endurgreitt að fullu.

Greiða þarf fyrir ferðina að fullu fyrir 25. janúar 2022.

Hér getur þú greitt staðfestingargjaldið:

Reikningur nr: 0133-26-002278, kennitala: 510221-0790

Innifalið:

 • Gisting 7 nætur
 • morgunmatur 7 morgna
 • Kvöldmatur 5 kvöld
 • Jóga 2x á dag (nema fyrsta og síðasta dag – þá 1x)          
 • Aðgengi að jógasal og búnaði
 • Sameiginleg gönguferð, bæjarferð (skipulagt síðar)
 • Skipt á lökum x1
 • Aðgengi að eldhúsi og þvottavél

Ekki innifalið:

 • Flug
 • Gisting (flugvallahótel)
 • Ferðir til/frá flugvelli

Mesta úrvalið af flugi til Chaina er í gegnum London með Easy jet og Ryanair, verðið er frá um 25000 fram og tilbaka, því fyrr sem er pantað því ódýrara.

Dagskipulag ferðarinnar:

Dagur 1 – komudagur

 • Kvöldmatur
 • Kvöldjóga fyrir þreytta ferðalanga (Góðar teygjur og Restorative jógaæfingar)

Dagur 2 – Strendur og sól

 • Morgunjóga (8:00 – 9:15)
 • Morgunverður (brunch)
 • Skoðum nærliggjandi strönd sem er í göngufæri.
 • Síðdegis tími
 • Kvöldmatur

Dagur 3 – Bátsferð

 • Morgunjóga (7:30 – 8:45)
 • Morgunverður (brunch)
 • Bátsferð til Sweet Water Beach
 • Kvöldmatur
 • Slakandi jóga fyrir svefninn

Day 4 – Þinn tími til að slaka eða skoða

 • Morgunjóga (7:30 – 8:45)
 • Morgunverður (brunch)
 • Slökun eða kíkja á nærliggjandi strendur
 • Síðdegisjógatími
 • Kvöldmatur

Day 5 – Lengri skoðunarferð

 • Jógasjálfiðkun með jógakennara (eða bara taka sér frí)
 • Morgunverður
 • Skoðunarferð – valfrjálst – verður kynnt nánar þegar veðurspáin er orðin klár.
 • T.d. gönguferð til Imbros gljúfurs
 • Förum út að borða

Day 6 – Bátsferð til Loutro

 • Morgunjóga (7:30 – 8:45)
 • Morgunverður (brunch)
 • Bátsferð til Loutro
 • Síðdegisjógatími
 • Kvöldmatur
 • Restorative jóga fyrir svefninn

Day 7 – Strendur og verslunarferð

 • Morgunjóga (7:30 – 8:45)
 • Morgunverður (brunch)
 • Kíkjum á Vrysi eða Illigas strendurnar – versla ?
 • Síðdegisjógatími
 • Kvöldmatur

Day 8 – brottfarardagur

 • Morgunjóga (7:30 – 8:45)
 • Morgunverður (brunch)
 • Kveðjum og förum heim eða eitthvað annað …

Það er heilmikið að skoða í nágrenninu og hægt að fara í styttri og lengri göngutúra (t.d. litlar kirkjur í hellum og ótrúlegt útsýni) fyrir þau sem njóta þess að vera á ferðinni.

Það er svo líka dásamlegt að leyfa sér að slaka á.

*Engum er skylt að vera með í skoðunarferðum, það getur komið einhver viðbótarkostnaður í tengslum við ferðirnar.