fbpx

Hamingjuyoga, hvað er það?

Ég hef alla tíð brunnið fyrir forvörnum og leitað leiða bæði fyrir sjálfan mig og skjólstæðinga mína til þess að finna leiðir í lífinu til þess að finna meiri gleði og vellíðan – af því að við lendum öll í áföllum, erfiðleikum, brekkum og dölum sem getur verið erfitt að horfa framúr á stundum.

Það vantar ekkert uppá upplýsingaflæði um hvað hjálpar okkur að líða betur en það er eins og með svo margt hér í lífinu, þó að maður viti hvernig eigi að gera hlutina – þá er ekki þar með sagt að við gerum þá – eða hvað?

Þannig var það fyrir um 4 árum að ég starfaði sem Frisklivskoordinator (verkefnastjóri forvarna/heilsueflingar) í sveitafélagi í Noregi og var að leita leiða til að efla vellíðan bæjarbúa. Til að gera langa sögu stutta ákvað ég að setja saman námskeið um lífshamingju, byggða á rannsóknum sérfræðinga um vellíðan. Fyrirmyndin var Five Ways of Wellbeing sem var sett saman af New Economics Foundation.

Námskeiðið var styrkt af Heilbrigðisráðuneyti Norðmanna og síðar hóf ég samstarf með regnhlífasamtökunum Rådet for Pyskisk Helse þar sem ég hélt áfram að þróa námskeiðið í samvinnu með helstu sérfræðingum á sviði hamingjurannsókna. Nú er námskeiðið „Hverdagsglede“ kennt um allan Noreg og er styrkt af norska Heilbrigðisráðuneytinu. Einnig er doktorsnemi að kanna hvaða áhrif námskeiðið hefur á líðan þátttakenda. Þannig byrjaði þetta sem lítil hugmynd að námskeiði – og endaði sem risa verkefni sem gleður þúsundir Norðmanna á hverju ári. Þetta verkefni gleður mig mjög mikið og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að þróa það áfram og sjá það vaxa og dafna.

Nokkrar einfaldar teiknimyndir hafa verið gerðar um efnið (á norsku) um hvert þema.

Samtals 6 stuttmyndir má finna á youtube um Hverdagsglede – ef norskan er ekki hindrun er gaman að kíkja á þetta.

En hvað hefur jóga að gera með hamingjuna?

Ég hef lagt stund á yoga í yfir 10 ár og áður en ég varð yogakennari fann ég sterkt fyrir áhrifum yoga á mína andlegu og líkamlegu heilsu. Margir yogaiðkendur læra í gegnum iðkun sína að þekkja sjálfan sig betur, skynja betur líðan sína, mörk og hvað raunverulega skiptir máli. Þannig er gífurlega áhrifaríkt að geta unnið með þessi atriði saman, vísindin og yoga. Ég hef því samtvinnað þessi tvö hugðarefni yoga og hamingjuna – í Hamingjuyoga.

Þannig eru námskeiðin byggð upp á vísindalegum grunni en samtvinnuð yogafræðunum. Hver tími byggir á hreyfingu – sem er einmitt einn af hornsteinum góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu, núvitund og samveru. Við vinnum lítil verkefni saman, lærum eitthvað nýtt, tölum saman og gleðjumst yfir litlum og stórum sigrum – eins og að ná að halda jafnvægi á öðrum fæti 😉

Við vitum svo mikið um hvernig er best að stuðla að hamingjusömu lífi en oft skortir okkur ramma og leiðsögn til þess að ná að forgangsraða því sem skiptir mestu máli – námskeiðið i Hamingjuyoga hjálpar þér að hafa þessi gildi í forgangi. Námskeiðið kemur ekki í stað annarra úrræða t.d. vegna kvíða eða þunglyndis en getur stutt við aðra meðferð. Við vinnum mikið með líkamann og byggjum upp styrk og þor til að takast á við ýmsar krefjandi stöður. Þú mátt búast við að svitna, fá harðsperrur og læra nýja og skemmtilega hluti um leið og þú rifjar upp góð og mikilvæg lífsgildi. Svo má ekki gleyma að við bjóðum upp á dásamlegt spa, með flotlaug, heitum og köldum potti ásamt sauna – handklæði er á staðnum.

Kennari á námskeiðinu er Bríet Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur, Lýðheilsa mph, jógakennari með yfir 1000 klst í jógakennaranámi.

Skráning fer fram hér https://yogaogheilsa.is/namskeid/ eða með því að senda tölvupóst á: yogaogheilsa@gmail.com

Velkomin á námskeið

Landlæknir hefur gefið út Fimm leiðir að vellíðan á islensku
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close